Jacqueline Roschack-Morard

Jacqueline Roscheck-Morard

Jacueline Roscheck-Morard, stjórnandi Wiener Opernball Damenensemble, fæddist í Fribourg í Sviss og byrjaði sjö ára gömul að læra á fiðlu í tónlistarskóla bæjarins og fór siðan í Tónlistarskólann í Genf þar sem hún útskrifaðist, með “konsertdiplom” fyrir “virtuositet”. Fiðlunámi sínu lauk hún frá einleikaradeild Tónlistarháskólans í Vínarborg þar sem kennari hennar var próf. Günther Pichler (Primatus í “Alban Berg”þkvartettinum).

Jacqueline Roscheck-Morard hefur komið fram og starfað sem einleikari og konsertmeistari með hljómsveitum í Sviss, Austurríki, Ítalíu, Tyrklandi, Noregi og Þýskalandi. Hún hefur m.a. verið konsertmeistari í “Basler Sinfonieorchester”, “Volksopernorchester” í Vínarborg og sem einleikari og margoft konsertmeistari í “Wiener Consert-Verein” ásamt “Wiener Strauss-Company” (hljóðfæraleikarar frá “Wiener Symphoniker”) m.a. með Unni Astrid Wilhelmsen, sópran, sem einsöngvara.

Frá 1985 hefur hún leikið fyrstu fiðlu í “Wiener Bohème Qartett” og jafnframt stjórnað “Wiener Opernball-Damenensemble”, sem ásamt Unni Astrid hefur farið í ótal tónleikaferðir og tekið þátt í fjölmörgum tónlista-hátiðum m.a. á Ítaliu, Austurriki, Sviss, Noregi og Íslandi. Frá 1986 hefur Jacqueline Roscheck-Morard kennt egin hópi við fiðludeild Tónlstarháskólans í Vínarborg, og í 2000 var hún tilnefnd Prófessor við þennan fræga skóla.


 

Ensembles