Ensembles

"Wiener Opernball-Damenensemble"

"Wiener Opernball-Damenensemble" var stofnað 1984 og nafnið kom til þar sem hljómsveitin spilaði árlega á frægasta dansleik Austurríkis, Óperudansleiknum í Vínarborg, Hljómsveitin hefur haldið fjölda tónleika í heimalandi sínu, sem og utan þess, m.a. í Sviss, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Noregi, Póllandi og Íslandi.

Á efnisskrá "Wiener Opernball-Damenensemble" eru fyrst og fremst lög eftir hina frægu Strauss-fjölskyldu, ásamt lögum eftir Lehár, Kálmán, Stolz, Ziehrer, Lanner og Schrammel, en einnig útsetningar á þektum lögum frá síðustu þremur öldunum. Wiener Operball Damenensemble er eftirsótt hljómsveit, sem vel má merkja á fjöldamörgum útvarps- og sjónvarpsþáttum. Einsöngvari "Wiener Opernball Damenensemble " er Unnur Astrid Wilhelmsen, sópransöngkona.
 "Vienna Operaball Ladies Ensemble" Jacueline Roscheck-Morard, stjórnandi Wiener Opernball Damenensemble, fæddist í Fribourg í Sviss. Hún hefur m.a. verið konsertmeistari í “Basler Sinfonieorchester”, “Volksopernorchester” í Vínarborg og sem einleikari og margoft konsertmeistari í “Wiener Consert-Verein” ásamt “Wiener Strauss-Company” (hljóðfæraleikarar frá “Wiener Symphoniker”) m.a. með Unni Astrid Wilhelmsen, sópran, sem einsöngvara.

Jacqueline Roscheck-Morard er einleikari og stjórnandi hjá “Wiener Opernball-Damenensemble”, sem ásamt Unni Astrid hefur farið í ótal tónleikaferðir og tekið þátt í fjölmörgum tónlista-hátiðum m.a. á Ítaliu, Austurriki, Sviss, Noregi og Íslandi. Árið 2002 var hún tilnefnd Prófessor við Tónlistarháskólanum í Vínarborg.

Meira um: Jacqueline Roschack-Morard


 

"Vienna Classical Trio"

Vienna Classical Trio


 "Wiener Melange"
 Jacqueline Roschack-Morard