ÍSLENSKA

Unnur Astrid Wilhelmsen er fædd og uppalin í Drammen í Noregi. Eftir nám í tónlistarfræðum í Háskólanum í Osló, stundaði hún nám í ítölsku í Flórens. Söngnám hóf Unnur hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík og söng með Kór Langholtskirkju á árunum 1987-88. Hún hélt svo til náms við "Universität für Musik und darstellende Kunst" í Vínarborg hjá Próf. Helene Karusso, þar sem hún lauk sínu fysta diplomprófi. Siðan stundaði hún nám í ljóða- og oratóríudeild skólans hjá próf. KmSg. Kurt Equiluz og í óperudeild hjá próf. Curt Malm og próf. Wolfgang Gabriel og útskrifaðist þaðan með einsöngvara- og magistergráðu (Mag. Art.).

 

Astrid Wilhelmsen, concerto di capodanno

Fyrsta óperuhlutverk Unnar var Zerlina í "Don Giovanni" (W. A. Mozart) en hún hefur sungið allt frá hlutverki Boronessa Eugenia í "La Molinara" (G. Paisiello) til nútíma-hlutverk eins og Christine í "Fröken Júlíu" óperu sem tónskáldið Antonio Bibalo samdi við harmleik Strindbergs. Nylega söng hún aðalhlutverkið í óperunni "La voix humaine" (F. Poulenc), og var það fyrsta hlutverk hennar á frönsku.
 

Unnur hefur sungið á ótal Vínar- og óperettutónleikum og árið 1995 var hún meðal aðalverðlaunahafa í hínni alþjóðlegu óperettusöngkeppni IKND í Áusturríki. Hún hefur einnig komið fram á "Wiener Festwochen", "Jeunesse-Festival" i Vínarborg, "Sibelius - Nordic Festival", "Liberty Festival", "Festival delle Ville Tuscolane", "Genyano Musica" og "Serate a Trinitá dei Monti" í Róm.


Hún syngur með fjölda þekktra hljómsveita, s.s. "Wiener Strauss-Company" með hljóðfæraleikurum úr hinni heimsþekktu "Wiener Symphonikern", "Falloni Chamberorchestra" úr Ríkisóperunni í Budapest, "Wiener Akademische Philharmonie", "Györ Symphonieorchester", "Wiener Opernball-Damenensemble" (sem hefur komið fram með Unni m.a. í Íslensku Óperunni), "Wiener Melange", "Vienna Classical Trio" og síðast en ekki síst hinni frægu hljómsveit úr Teatro Massimo í Palermo (Sikiley).


 

"Vienna Operaball Ladies Ensemble" in Italia

Frá 1992 og þar til hún flutti til Þyskalands 1996 var Unnur fastur meðlimur í "Salzburger Hofftheater-Ensemble" sem aðallega flytur tónlist eftir W. A. Mozart. Hún hefur komið fram í óperu- og konsertuppfærslum m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Rússlandi, Ungverjalandi, Belgiu, Norðurlöndum, Swiss, Kanada, Indlandi og Nepal og komið margoft fram í sjónvarpi og útvarpi (NRK, RUV, RAI, WDR).


Myndir: Photos


 

"Vienna Classical Trio" soprano, chitarra e flauto